Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ummæli Gylfa Magnússonar um frumvarp iðnaðarráðherra um breytingar á samkeppnislögum óviðeigandi og ekki samræmast stöðu hans. „Það er hryggilegt og ekki sæmandi formanni bankaráðs Seðlabanka Íslands að lýsa afstöðu sinni með þessum hætti,“ segir Halldór Benjamín í frétta á visir.is.

Gylfi Magnússon, dósents við Háskóla Íslands og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, gagnrýndi frumvarpið í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og skrifaði meðal annars að með því væri verið að „láta blautir draumar fákeppnismógúla rætast með því að draga tennurnar úr samkeppniseftirliti á Íslandi eins og frekast er unnt“.

„Formaður bankaráðs verður að gæta þess að vegna stöðu hans er á hann hlustað, orð hans metin bæði hér á landi og erlendis. Það stendur upp á hann að skýra hvernig þetta samræmist stöðu hans og ég vænti þess að gengið verði eftir þeim skýringum,“ segir Halldór enn fremur í frétt á visir.is.