Þrátt fyrir að ekki sé búið að setja Gagnaveitu Reykjavíkur í formlegt söluferli hefur stjórn Orkuveitunnar þegar gengið frá samningi og söluþóknun við fjármálafyrirtækið HF Verðbréf, sem hefur verið ráðgjafi við fjárhagslega endurskipulagningu OR, um að hafa umsjón með fyrirhugaðri sölu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ekki var talin ástæða til að leita tilboða frá öðrum fjármálafyrirtækjum, á grundvelli útboðs, til að hafa umsjón með söluferlinu.

Eigendanefnd OR hefur samþykkt að selja 49% hlut í Gagnaveitunni, en væntingar eru um að kaupverðið gæti numið um 2,5 milljörðum.