Fjárfestingafélagið Eldey TLH, sem rekið er af Íslandssjóðum, tapaði 355 milljónum króna á síðasta ári samanborið við einnar milljónar króna tap árið áður. Virðisrýrnun eignarhluta nam 292 milljónum króna á árinu en var engin árið á undan. Eignir félagsins námu 1.916 milljónum króna í árslok og jukust um 643 milljónir milli ára.

Þrisvar sinnum var dregið á hlutafjárloforð sjóðsins á árinu. Fyrst í janúar vegna kaupa á Arcanum ferðaþjónustu sem námu 990 milljónum króna fyrir 62,19% hlut. Næsta innköllun var í maí þegar félagið jók hlut sinn í Norðursiglingu á Húsavík en á sama tíma fjárfesti félagið í dagsferðafyrirtækinu Iceland Horizon í gegn um Saga Travel.  Síðasti ádrátturinn fór fram í nóvember vegna stofnunar fasteigna- og þróunarfélagsins Logakórs sem sér um uppbyggingu á innviðum fyrir Íslenska fjallaleiðsögumenn og Arcanum. Hrönn Greipsdóttir er framkvæmdastjóri Eldeyjar