Ellefu mál verða prófmál þar sem reynt verður á álitaefni í endurútreikningi á gengislánamálum. Sex málanna eru lán einstaklinga en fimm eru lán til fyrirtækja. Þetta er niðurstaða samstarfshóps sem efnahags- og viðskiptaráðuneytið setti á laggirnar í maí.

Fundað var um málið á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í dag og greinargerð starfshópsins lögð fram.

Í tilkynningu frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu segir að vonir séu bundnar við að niðurstaða fáist í málið eins fljótt og kostur er. Bent er á að það þurfi ekki að taka nema þrjá mánuði og vitnað til þess að svipaður tími hafi liðið frá því stefnt var í viðlíka máli árið 2010 og þar til Hæstiréttur kvað upp dóm sinn.

Tilkynning efnahags- og viðskiptaráðuneytis .