Hin víðfræga Empire State bygging í New York mun missa titilinn „hæsta bygging New York“ á næstu dögum.

Framkvæmdir standa nú yfir á reitnum sem tvíburaturnarnir stóðu áður á en þar mun rísa nýr skýjakljúfur. Sá gengur nú undir heitinu the Freedom Tower, eða frelsisturninn. Líkt og flestum er kunnugt hrundu tvíburaturnarnir í hryðjuverkaárásum þann 11. september 2001.

Empire State var byggð árið 1931 og var þá stærsta bygging borgarinnar, 471 metrar á hæð. Þegar tvíburaturnarnir voru byggðir árið 1972 tóku þeir við heiðrinum sem stærstu byggingarnar í borg skýjakljúfanna og héldu honum þar til þeir féllu.

Byrjað var að vinna að nýju byggingunni fyrir sex árum. Hún kemur til með að verða 541 metrar á hæð og er stefnt er á verklok í lok árs 2013. Byggingin verður hærri en tvíburaturnarnir voru en hægri turninn var 526 metrar.