Í kjölfar skráningar Exista í Kauphöllina mun fyrirtækið auka umsvif sín í Bretlandi og Norður-Evrópu með stórum yfirtökum, segir í frétt Dow Jones.

Sigurður Valtýsson, annar forstjóra Exista, segir í viðtali við fréttastofuna að nú geti fyrirtækið auðveldlega gert milljarða dala samninga. Hann vildi þó ekki gefa upp yfirtökur á hvaða fyrirtækjum væru líklegar, né hvenær þeirra væri að vænta. Sigurður sagði þó að fyrirtækið myndi taka sér nægan tíma í að velja fjárfestingar og að Exista myndi fjárfesta töluvert á næstunni.

Exista vill ekki gefa nánari upplýsingar um upphæðir sem fyrirtækið geti lagt í fjárfestingar, fyrir utan að fyrirtækið ráði nú við milljarða dala samninga ef þeir kæmu til tals. Erlendur Hjaltason, annar forstjóra Exista, bendir á fjárfestingar fyrirtækissins á síðustu þrettán mánuðunum í því samhengi, en heildarkaupverð þeirra nam þremur milljörðum bandaríkjadala (210 milljarða króna), segir í fréttinni.

Erlendur segir að fyrirtækið kjósi fremur að gera stóra samninga og þá færri, fremur er marga af minni stærðargráðu.