Íslenska fjármálafyrirtækið Exista hefur keypt 9,5% hlut í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo fyrir 1,23 milljarða evra, sem samsvarar tæplega 109 milljörðum króna, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Seljandinn er auðkýfingurinn Robert Tchenguiz, einn helsti samstarfsaðili Kaupþings í Bretlandi, og búist er við tilkynningu til Kauphallar Íslands í dag.

Exista borgar 22,2 evrur fyrir hlutinn en lokagengi Sampo í gær var 21,45 evrur hluturinn.