Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fagnar mótframboði Hildar Björnsdóttur í oddvitasætið í borgarstjórnarkosningunum sem framundan eru næsta vor. Hildur greindi frá framboði sínu í Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöldi, en Hildur skipaði annað sæti á lista flokksins í síðustu kosningum árið 2018.

„Ég fagna áhuga fólks sem vill gera borgina betri og sérstaklega áhuga þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér í borgarstjórn,“ segir Eyþór í stöðuuppfærslu á Facebook.