Vigdís Hauksdóttir segir að breytingartillögur fjárlaganefndar miði af því að færa fjármagn út á land. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í morgun.

„Þessar breytingartillögur eru að okkar mati landsbyggðarmiðaðar tillögur. Reykjavíkursvæðið er að taka svo stóran part af fjárlögum hvers árs þannig að nú erum við að setja peninga út á landsbyggðina í grunnkerfið þar, hafnir, flugvelli, samgöngur og fjarskipti.“

Breytingatillögur meirihluti fjárlaganefndar leggja til að 370 milljónir fari aukalega til Norðurlands vestra, Norðurland eystra og Suðurlands fá um 435 milljónir, Austurland fær um 300 milljónir, Vesturland um 200 milljónir króna og að lokum fá Vestfirðir 88,2 milljónir króna aukalega.