1.500 manns hafa tekið út séreignasparnað til kaupa á íbúðarhúsnæði, og um 25.000 til viðbótar greiða á hverjum mánuði séreignasparnað sinn inná fasteignalán.

Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins, en þar segir að úttekt af þessu tagi hafi verið heimiluð í tengslum við hina svokölluðu leiðréttingu sem ríkisstjórnin réðst í árið 2014 og miða að því að leiðrétta höfuðstól verðtryggðra íbúðarlána.

Séreignasparnaður yfir þriggja ára tímabil

Heimildin gildir um séreignasparnað sem safnast hefur upp frá 1.júlí 2014, og gildir hún til og með 30.júní 2017. Eftir það má nýta uppsafnaðann séreignasparnað yfir þetta tímabil til og með síðasta degi júnímánaðar 2019 til kaupa á íbúðarhúsnæði.

Getur upphæðin sem einstaklingar mega nýta af séreignasparnaði sínum til íbúðarlánakaupa numið 1,5 milljón króna á þessu tímabili, en sambúðarfólk getur nýtt 2,25 milljónir yfir tímabilið.

Lágmark 700 þúsund í mánaðarlaun

Til að fullnýta heimildina þarf einstaklingur þó að lágmarki að hafa 700 þúsund í mánaðarlaun því mánaðarlegur sparnaður getur ekki farið uppfyrir 4% af iðgjaldsstofni auk 2% framlags vinnuveitenda. Er sama upphæð milljón samanlagt fyrir sambúðarfólk.

Í lok apríl höfðu 19,7 milljarðar verið greiddir inná fasteignalán samkvæmt reglunni hér á landi og allt að 1,5 milljarður verið teknir út af séreignasparnaði í sama skini.