„Það voru engar sérstakar fréttir, fyrir utan lækkun á skuldatryggingaálaginu, sem hrundu af stað hækkunum föstudagsins, en jákvæðnin hélt áfram í dag (mánudag – innskot blaðamanns),“ sagði Kristján Bragason hjá greiningardeild Landsbankans um hækkanir gærdagsins.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,9% í viðskiptum gærdagsins.

Exista leiddi hækkanir, en bréf félagsins hækkuðu um 6,8%. Því næst komu bréf Straums sem hækkuðu um tæp 4%. Önnur félög hækkuðu minna og Bakkavör var eina félagið sem lækkaði.

Þróun vísitölunnar undanfarna daga er þvert á þróunina það sem af er árinu – tilhneigingin virðist nú benda upp á við. Lokastig Úrvalsvísitölunnar í gær, 4.398 stig, er 7% hærra en þegar hún var lægst, í rétt undir 4.100 stigum.

______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .