EO Eignarhaldsfélag, sem áður hét Oddaflug, skuldaði 11,7 milljarða króna í lok árs 2009 en átti eignir sem metnar voru á samtals 86 þúsund krónur. EO ehf.  er dótturfélag FI Fjárfestinga, sem er í 100% eigu Hannesar Smárasonar, og hélt meðal annars utan um eignarhlut hans í FL Group .

Sá hlutur varð verðlaus þegar FL Group, sem þá hafði verið endurnefnt Stoðir, var keyrt í gegnum nauðasamninga vorið 2009. Þetta kemur fram í ársreikningi EO ehf. fyrir árið 2009 sem skilað var inn til ársreikningaskráar 14. apríl síðastliðinn.

Í nýföllnum dómi kom fram að eignir EO ehf. áttu meðal annars að renna upp í greiðslu á 4,7 milljarða króna kúlulánaskuld Hannesar við skilanefnd Glitnis. Nú er ljóst að þær eignir munu ekki skila miklu upp í skuldina.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaði morgundagsins er:

  • CCP á allt undir nýjum leikjum
  • Verðtryggða lánið hefur reynst dýrara en það óverðtryggða
  • Endurmat eigna skilar bönkunum 70 milljörðum
  • Almenna verkfræðistofan er á sínu fertugasta starfsári
  • Samkeppni dregur úr áhrifum gengisbreytinga
  • Fréttaskýring: Lítil hagræðing orðið í bankakerfinu
  • Höskuldur Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Hörpu, segir í viðtali við Viðskiptablaðið að fjöldi heimsókna skipta miklu fyrir reksturinn
  • Mikil og flókin viðskipti stunduð með flugvélar
  • Erfitt er að ná fram hagkvæmni í íslenskri bókaútgáfu, segir útgefandi
  • Sport & Peningar: Eigendur Manchester City í sérflokki
  • Veiði: Þurrfluguveiðin tífalt skemmtilegri
  • Í vinnunni: Rub 23 á Akureyri