Skiptastjóri Fons, Óskar Sigurðsson hdl., hyggst höfða þrettán riftunarmál vegna arðgreiðslna út úr Fons á síðustu tveimur árunum fyrir hrun. Í ellefum málum hefur stefnan verið birt en tvö málanna eru í undirbúningi.

Málin verða þingfest 25. febrúar í hérðaðsdómi.

Um er ræða samninga og arðgreiðslur upp á níu milljarða króna. Óskar sagði í samtali við Viðskiptablaðið í gærkvöldi að meðal annars væri horft til þess að fá rift arðgreiðslum frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða til félagsins Matthews Holding SA, félag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar. Félagið er skráð í Lúxemborg.

Þá er einnig horft til þess að rifta fleiri gjörningum, til þess að eitthvað náist upp í um 40 milljarða kröfur.