Í borgum þar sem margar milljónir búa saman á litlu svæði skiptir máli að fólk komist frá a til b án þess að það taki hálfan daginn. Og þá þurfa almenningssamgöngur að vera góðar. BBC hefur tekið saman þær fimm borgir sem þykja bera af þegar kemur að almenningssamgöngum.

London, Bretland.

London og úthverfi hennar samanstanda af 32 hverfum á svæði sem er um 1550 ferkílómetrar. Allt þetta svæði er tengt með neðanjarðarlestarkerfi, venjulegu lestarkerfi og strætisvögnum. Neðanjarðarlestarkerfi London, the Tube, var tekið í notkun 1863. Lestarkerfið er elsta og dýrasta lestarkerfi í heimi en þykir þó vel hannað.

Seúl, Suður-Kórea.

Neðanjarðarlestarkerfi borgarinnar er það lengsta í heimi eða 508 kílómetrar. Fleiri en 12 leiðir ganga um hverfi borgarinnar sem eru 25 talsins. Í mestu umferðinni koma lestar á 2 mínútna fresti. Á öðrum tímum koma þær á fimm mínútna fresti. Í lestunum eru þráðlaust net, stafræn sjónvörp og sætishitarar yfir vetrarmánuðina. Lestarvagnarnir eru aðgreindir með litum til að forðast rugling hjá farþegum.

Taípei,Tæland.

Svæðið í kringum borgina samanstendur af hverfum umhverfis Taipei og hafnarborginni Keelung en á svæðinu búa um 7 milljónir manna. Borgarbúar þeysast um borgina í neðanjarðarlestum sem eru ótrúlega stundvísar. Kortin sem notuð eru í lestarnar og strætisvagnana eru skönnuð á sérstökum panelum svo engar tafir eru vegna þeirra. Lestar renna í hlað á fimm mínútna fresti eða minna. Allur matur og drykkur er stranglega bannaður um borð í lestunum svo rusl er hvergi sjáanlegt um borð eða á lestarpöllunum.

München, Þýskaland.

Almenningssamgöngukerfi München þykir einfalt í notkun og það auðveldasta í allri Evrópu. Neðanjarðarkerfið þykir vel tengt venjulega lestarkerfinu og strætisvögnum. Ferðir frá flugvelli og inn í borg eru einfaldar og þægilegar.  Miðakerfið er líka þægilegt þar sem það er ekki nauðsynlegt að renna miða í gegn í hvert einasta skipti og farið er í lest eða strætisvagn.

Portland, Oregan, Bandaríkin.

Í Portland ráða hjólin ríkjum en hjólreiðastígar eru meðfram helstu umferðaræðum borgarinnar. Hraðlestar tengja flugvöll og útverfi við miðborgina.