*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 19. maí 2021 18:27

Fjárfestum boðið að bjóða í P/F Magn

Skeljungur býður fjárfestum að leggja fram tilboð í P/F Magn en um 38% af heildartekjum Skeljungs komu frá dótturfyrirtækinu.

Snær Snæbjörnsson
Jón Ásgeir er stjórnarformaður Skeljungs.
Eyþór Árnason

Skeljungur hf. hefur boðið fjárfestum að leggja fram tilboð í dótturfyrirtæki sitt í Færeyjum, P/F Magn. Þetta kemur fram í tilkynningu Skeljungs til kauphallarinnar.

Viðskiptablaðið fjallaði í mars um að Skeljungur íhugaði sölu á  P/F Magn. Nú virðist það vera skrefi nær því að gerast og er fjárfestum boðið að leggja fram óskuldbindandi tilboð í félagið til fyrirtækjaráðgjafar Kviku fyrir 4. júní næstkomandi.

Sala á P/F Magn er háð því að hluthafafundur Skeljungs samþykki söluna ásamt skilyrðum sem aðilar kunna að setja. P/F Magn rekur 11 smásölu- og bensínstöðvar í Færeyjum, tvær birgðastöðvar og dreifingarþjónustu. Um 38% af heildartekjum Skeljungs í fyrra komu frá P/F Magn eða 15,6 milljarðar af 41,2 milljörðum.

Stikkorð: Skeljungur P/F Magn