Samkvæmt nýrri skýrslu KPMG um hótelgeirann á Íslandi felast bæði tækifæri og ógnanir í örum vexti ferðaþjónustunnar. Í skýrslunni, sem kynnt var í höfuðstöðvum KPMG í morgun, er tekið fram að ferðaþjónusta er þjónustugrein en ekki fasteignarekstur og því þarf að huga að fleiru en aðeins fjölgun herbergja til að mæta örum vexti ferðamanna til landsins. Hingað til hefur verið of mikil fjárfesting í uppbyggingu gistingar miðað við spár um fjölgun ferðamanna að mati skýrsluhöfunda.

Meðal helstu niðurstaðna skýrslunnar að mati Benedikti K. Magnússonar, sviðsstjóra ráðgjafasviðs hjá KPMG, er einnig hversu mikill munur er á afkomu hótelrekstrar á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni. Rekstrarafkoma hótela á landsbyggðinni, þá sérstaklega á Suðurlandi, hefur verið töluvert betri en á Höfuðborgarsvæðinu.

VB Sjónvarp ræddi við Benedikt.