Húsgagnakeðjan Ilva er nú að hætta starfsemi í Bretlandi en fyrirtækið hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Ilva er dönsk að uppruna og er nú í eigu Rúmfatalagersins.

Talið er að um 400 starfsmenn muni missa vinnuna af þessum sökum.

Fyrirtækið hefur starfað í Bretlandi í u.þ.b. tvö ár en húsgagnaverslanir hafa átt ertiff uppdráttar í landinu að undanförnu. Staða Ilva var heldur ekki sterk þegar Rúmfatalagerinn festi á henni kaup.