FL Group hf. hefur keypt 10,7% hlut í danska félaginu Royal Unibrew A/S að því er segir í tilkynningu félagsins til Kauphallarinnar. Markaðsvirði hlutarins er um 4,2 milljarður króna.

Royal Unibrew er annar stærsti drykkjarvöruframleiðandi í Skandinavíu. Samstæðan samanstendur af fjórum dönskum, tveimur litháenskum, tveimur pólskum og tveimur lettneskun drykkjarvöruframleiðendum.

Meðal vörumerkja eru Albani, Faxe, Ceres, Maribo og Thor í Danmörku og Tauras og Kalnapilis í Litháen. Starfsmenn Royal Unibrew eru um um 2.300 víða um heim og félagið flytur úr framleiðslu sína til um 65 landa. Félagið velti tæpum 30 milljörðum íslenskra króna árið 2004.