*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 7. desember 2021 17:02

Flugfélögin hækka

Icelandair og PLAY leiddu hækkanir í Kauphöllinni í dag.

Ritstjórn
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,78% í dag.

Meirihluti félaga í Kauphöllinni hækkaði í dag en Icelandair leiddi með 4,02% hækkun. Flugfélagið PLAY hækkaði um 5,11% á First North markaðinum. Flugfélögin birtu bæði jákvæðar flutningstölur síðasta sólarhringinn og virðast fjárfestar hafa minni áhyggjur af Omicron afbrigði Covid-19.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,78% í 7,1 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Arion banka í dag en gengi bréfa félagsins hækkaði um 0,27% og stendur nú í 186,5 krónum á hlut.

Origo lækkaði mest allra félaganna í Kauphöllinni í dag, um 1,52% í 186 milljóna króna viðskiptum.