Flugvellir í Bretlandi hafa opnað aftur eftir að bilun í tölvukerfi olli því að loka þurfti flugumferð í lofthelgi yfir London síðdegis í gær. BBC News greinir frá.

Bilunin olli því að aflýsa þurfti 40 flugum á Heathrow-flugvelli í London en jafnframt varð mikil truflun á flugi víðs vegar um Bretland. Núna hafa hins vegar nær allir flugvellir opnað aftur og flugumferð að komast í samt lag.

Stjórnvöld í Bretlandi sögðu ástandið óásættanlegt og hafa óskað eftir skýringum á því sem fór úrskeiðis.