Sum íslensk fjármálafyrirtæki munu ekki uppfylla kröfur um eiginfjárhlutfall í kjölfar dóms Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggðra lána að mati Gunnars Andersen forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FME). Í viðtali við Bloomberg fréttaveituna í dag er haft eftir Gunnari að dómurinn muni lækka eigið fé fjármálafyrirtækja og það þurfi að setja af stað ný álagspróf til að meta áhættuna í fjármálakerfinu.