Forstjóri bandarísku verslunarkeðjunnar Macy‘s, Jeff Gennette, hefur ákveðið að láta af störfum í febrúar 2024 en hann hefur gegnt stöðunni frá árinu 2017. Hinn 61 árs gamli Gennette hefur starfað hjá Macy‘s frá árinu 1983.

Tony Spring, sem hefur stýrt dótturfélaginu Bloomingdale‘s undanfarin níu ár, mun taka við forstjórastöðunni hjá Macy‘s.

Í umfjöllun Wall Street Journal segir að Gennette hafi stýrt félaginu í gegnum Covid-faraldurinn og erfiða samkeppni við Amazon ásamt því að hafa staðist þrýsting frá áhrifafjárfestum um að aðskilja verfverslunarsvið frá verslunum Macy‘s. Þá er bent á að Gennette sé einn af fáum opinberlega samkynhneigðum forstjórum stórfyrirtækja.

Tony Spring hefur á tíma sínum hjá Bloomingdale‘s lagt aukna áherslu á lúxusvörur og bætt við sig vörum frá merkjum á borð við Saint Laurent og Dior. Árið 2022 var metár í sölu hjá stórverslunarkeðjunni.