Tom Albenese, forstjóri Rio Tinto Alcan, ætlar að afsala sér bónusgreiðslum sem hann fékk frá fyrirtækinu í fyrra. Laun, bónusar og hlunnindi hans námu 2,97 milljónum dala árið 2010. Það jafngildir 363 milljónum króna og þýðir að hann hafi fengið rétt rúmar 30 milljónir króna í vasann í hverjum mánuði.

Tom Albenese
Tom Albenese

Í breska dagblaðinu Guardian kemur fram að Albenese sé annar forstjórinn í stórfyrirtæki sem skráð er á markað til að afsala sér bónusgreiðslum. Hinn forstjórinn er Stephen Hester, bankastjóri Royal Bank of Scotland. Hester afþakkaði bónusgreiðslur sínar hins vegar ekki af fúsum og frjálsum vilja, þvert á móti var þrýst á hann um nokkurra mánaða skeið að gera það. Royal Bank of Scotland er að stærstum hluta í eigu breska ríkisins.

Hagnaður Rio TInto dróst saman um 6% á seinni helmingi síðasta árs. Mestu munar þó um ákvörðun Albanese að Rio Tinto þurfi að afskrifta 9,3 milljarða dala úr bókum sínum eftir að fyrirtækið tók kanadíska álrisann Alcan yfir árið 2007. Kaupin gengu í gegn tveimur mánuðum eftir að Albenese tók við forstjórastólnum. Hann sagði í samtali við blaðið að með því að afsala sér bónusgreiðslunum sé hann að sýna fram á að hann taki ábyrgð á kaupunum.