*

föstudagur, 24. september 2021
Innlent 28. júní 2021 12:43

Forstjórinn kaupir fyrir 10 milljónir

Finnur Oddsson, forstjóri Haga, keypti í dag hlutabréf í félaginu fyrir tæpar 10 milljónir króna.

Ritstjórn
Finnur Oddsson, forstjóri Haga.
Lárus Karl Ingason

Finnur Oddsson, forstjóri Haga hf., keypti í dag hlutabréf í félaginu fyrir 9,9 milljónir króna.

Finnur keypti 155 þúsund hluti á genginu 63,9 krónur. Eftir viðskiptin á hann 255 þúsund hluti að verðmæti 16,3 milljónum króna á gengi viðskiptanna.

Finnur hefur verið forstjóri Haga í um ár eða frá því í lok júní á síðasta ári en hann starfaði áður sem forstjóri Origo.  

Stikkorð: Hagar Finnur Oddsson