Gengi hlutabréfa ástralska flugfélagsins Qantas féll um rúm 15% í dag eftir að stjórn þess gaf út afkomuviðvörun. Í henni kemur fram að aðstæður séu mjög erfiðar í flugrekstri, óvíst sé um horfurnar á næsta ári og verði af þeim sökum að grípa til þess ráðs að segja upp um þúsund starfsmönnum. Þá kemur fram að viðbúið sé að tap flugfélagsins muni nema 300 milljónum ástralskra dala á seinni hluta ársins, jafnvirði 32 milljarða íslenskra króna.

Breska ríkisútvarpið ( BBC ) hefur eftir Alan Joyce, forstjóra flugfélagsins, að tapið skrifist á verðhækkun á eldsneyti, gengisstyrkingar ástralska dollarans, harðar samkeppni frá flugfélögum sem njóti ríkisstyrks og fækkun viðskiptavina.