Sheryl Sandberg, einn af lykilstjórum Facebook, seldi 2,37 milljónir hlutabréfa í samfélagsmiðlinum fyrir 91 milljón dala 7. ágúst síðastliðinn. Sandberg hefur selt af hlutabréfa eign sinni hægt og bítandi frá skráningu félagsins á markað í maí í fyrra og losað sig við 7,3 milljónir hluta fyrir um 221,5 milljónir dala, jafnvirði 26 milljarða króna.

Gengi hlutabréf Facebook hrundi eftir skráninguna í fyrra en hefur hækkað um í kringum 44% frá áramótum. Það fór yfir útboðsgengið í síðustu viku og seldi Sandberg hlutabréf sín á genginu 39,19 dalir á hlut.

Bloomberg-fréttastofan segir Sandberg enn eiga rúmlega 14 milljónir hluta í Facebook og loðna um lófana. Sandberg er einhver launahæsti starfsmaður Facebook og eru eignir hennar sagðar nema um 400 milljónum dala, jafnvirði 48 milljörðum íslenskra króna.