Peter Tonstad, framkvæmdastjóri Tidal, hefur tilkynnt um uppsögn sína hjá fyrirtækinu eftir aðeins þrjá mánuði í starfi, en hann gekk til liðs við fyrirtækið í apríl síðastliðnum þegar hann tók við stöðunni af Andy Chen.

Núverandi framkvæmdastjórar fyrirtækisins í New York og Ósló munu leiða fyrirtækið þar til nýr framkvæmdastjóri hefur verið ráðinn, en í tilkynningu frá fyrirtækinu er ekki greint frá ástæðu þess að Tonstad segi upp störfum

Tidal er streymiþjónusta sem stofnuð var til höfuðs vörum eins og Spotify, Deezer og Google Play. Tónlistarmaðurinn Jay Z eignaðist Tidal fyrr á þessu ári þegar hann keypti sænska fyrirtækið Aspiro fyrir 56 milljónir dala. Þá eiga fleiri listamenn hluti í fyrirtækinu, en þar á meðal eru Beyonce, sem er eiginkona Jay Z, Madonna og Alicia Keys.