Verið er að stækka höfnina í Neskaupsstað til að sinna fjölda stórra skipa þar auk þess sem framkvæmdir við Norðfjarðargöng eru að hefjast. Í tengslum við gangagerðina þarf að byggja nýjar brýr á Norðfjarðará og Eskifjarðará. Áætlað er að framkvæmdirnar allar kosti rúma 10 milljarða króna. Morgunblaðið hefur eftir Pál Björgvin Guðmundssyni, bæjarstjóra í Fjarðarbyggð, í dag að framkvæmdirnar miði allar að því að styrkja innviði sveitarfélagsins og efla atvinnustarfsemi. Hann segir allar þessar framkvæmdir og fjölbreytta atvinnustarfsemi kalla á menntað fólk og vanta bæði iðn- og tæknimenntað fólk til starfa.

Þá er ótalin einkaframkvæmd sem felst í endurbyggingu franska sjúkrahússins á Fáskrúðsfirði.

Blaðið segir að íbúum svæðsins hafi fjölgað talsvert síðastliðin tíu ár og kalli það á að stækka þarf og byggja nýja leikskóla, hjúkrunarheimili og auka aðra þjónustu á svæðinu.