*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Innlent 12. nóvember 2018 17:07

Framleiðsla Arnarlax minni en vænst var

Hægar hefur gengið hjá Arnarlaxi að framleiða og slátra á þessu ári en stefnt var að.

Ritstjórn
Arnarlax er meðal annars með starfsemi í Arnarfirði.
Haraldur Guðjónsson

Grunnrekstur Arnarlax versnaði á síðasta ársfjórðungi. Félagið skilaði þó hagnaði þar sem virði svokallaðs lífmassa félagsins, sem eru þeir fiskar og seiði sem félagið ræktar, jókst um 48 milljónir norskra króna, um 700 milljónir íslenskra króna. Þá Arnarlax skilaði því 13 milljón norskra króna hagnaði á fjórðungnum, um 189 milljónir íslenskra króna. Þetta kemur fram í uppgjöri norska fiskeldisfélagsins Salmar sem á 41,95% hlut í Arnarlaxi. 

Í uppgjörinu kemur fram að 4.700 tonnum hafi verið slátrað á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við 6.500 tonn á sama tímabili árið 2017. Arnarlax býst við því að slátra 6.100 tonnum af laxi á þessu ári sem er 600 tonnum minna en stefnt var þegar greint var frá afkomu í síðasta ársfjórðungi.

Rekstrartekjur félagsins lækkuðu úr 114 milljónum norskra króna í 69 milljónir norska króna á þriðja ársfjórðungi milli ára. Kostnaður er sem stendur sagður hár í hlutfalli við hve mikið hafi verið slátrað. Því var rekstrartap (EBIT) 32 milljónir norskra króna, um 470 milljónir króna, á fjórðungnum en var 5 miljónir norskra króna, um 73 milljónir króna á sama tímabili fyrir ári.

Arnarlax sótt 200 milljónir norska króna í aukið hlutafé í lok sumars,  sem samsvarar um 2,9 milljörðum króna. í haust að því er fram kemur í uppgjöri Salmar. Nauðsynlegt hafi að styrkja eignfjárgrunn félagsins.

Stikkorð: Arnarlax