Framtakssjóður Íslands á í viðræðum við erlenda fjárfestingarsjóðinn Triton um kaup á hlut í Icelandic Group. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri FSÍ, segir að ekki standi til að selja félagið að fullu.

Fleiri en fjárfestingarsjóðurinn Triton hafa sýnt áhuga á sjávarútvegsfyrirtækinu Icelandic. Félagið er að stærstum hluta í eigu Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) en hann eignaðist Icelandic við kaup á Vestiu eignarhaldsfélagi af Landsbanka Íslands. Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri FSÍ, segir að ekki komi til greina að selja 100% hlut í félaginu.

„Við viljum að það sé algerlega tryggt að meirihluti markaðs- og sölukerfisins sé í höndum Íslendinga. Segja má að öðru máli geti gegnt um verksmiðjurnar erlendis. Það er að mínu mati ekkert því til fyrirstöðu að erlendir aðilar ættu meirihluta í þeim eða jafnvel alfarið.“ Hann segir að þó nokkrir aðilar hafi sýnt félaginu áhuga og stjórn FSÍ hafi valið að láta reyna á frekari viðræður við einn þeirra.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .