Að mati greiningar­deildar Ís­lands­banka hefur hæg­fara styrking ein­kennt þróun krónu það sem af er ári og sveiflur hafa verið með minna móti.

„Fram­virk stöðu­taka með krónu hefur sótt í sig veðrið og kaup er­lendra aðila á ríkis­bréfum hafa vegið upp er­lendar fjár­festingar líf­eyris­sjóða en á sama tíma hefur lík­lega nokkur halli verið á vöru- og þjónustu­við­skiptum,” segir Jón Bjarki Bents­son aðal­hag­fræðingur Ís­lands­banka.

Að mati greiningar­deildarinnar er á­fram­haldandi styrking lík­legri en veiking á komandi fjórðungum.

En undan­farnar vikur hefur ó­vissa um utan­ríkis­við­skipti ársins hafi aukist.

Segir í greiningu bankans að frá ára­mótum fram til upp­hafs dymbil­vikunnar styrktist krónan gagn­vart helstu gjald­miðlum um 1,4% ef miðað er við gengis­vísi­tölu Seðla­bankans.

„Virðist þetta hæg­fara styrkingar­ferli vera fram­hald á þróun sem hófst í lok nóvember í fyrra eftir tölu­verða veikingar­hrinu frá septem­ber­byrjun. Þá hefur flökt í krónunni verið með minna móti og bendir það til þess að þokka­legt jafn­vægi sé í gjald­eyris­flæði til og frá landinu,” segir Jón Bjarki.

Í fjár­mála­stöðug­leika Seðla­banka Ís­lands var fjallað um þróun á fram­virkri gjald­eyris­stöðu bankanna, sem er spegil­mynd af stöðu­töku við­skipta­vina þeirra. Þar segir að sam­hliða 37 ma. kr. lækkun í hreinni fram­virkri gjald­eyris­stöðu bankanna (og þar með stöðu­töku með krónunni hjá við­skipta­vinum þeirra) hafi fram­virkum samningum með krónuna fækkað um 40%.

„Bendir það til þess að margir á markaði hafi lokað stöðum sínum á seinni hluta þriðja árs­fjórðungs eftir tals­verða aukningu á fyrri helmingi ársins,” segir Jón Bjarki.

Hrein fram­virk gjald­eyris­staða náði lág­marki í 137 milljörðum í nóvember­lok en jókst að nýju um 12 milljarða frá desem­ber­byrjun til loka janúar.