Friðrik Ársælsson lögmaður hefur hafið störf hjá lögmannsstofunni Rétti - Aðalsteinsson & Partners. Níu lögmenn starfa nú á stofunni.

Friðrik lauk LLM gráðu frá Harvard Law School í vor, en hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2009 og öðlaðist málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2010. Hann starfaði hjá Logos frá 2008 til 2010 og hjá embætti sérstaks saksóknara frá 2011 til 2013. Friðrik er einnig stundakennari við HÍ.

Friðrik var Fulbright og Frank Boas styrkþegi í náminu í Harvard og lagði áherslu á félagarétt, fjármögnun og stjórnarhætti hlutafélaga. Helstu starfssvið hans eru fjármuna- og fyrirtækjaréttur, gjaldþrotaréttur, skaðabótaréttur og stjórnsýsluréttur auk málflutnings og verjendastarfa.