Samræmd lagasetning sem tryggja á að eitt gangi yfir alla þá sem tóku gengisbundin lán mun einnig ná til smærri fyrirtækja, þ.e. þeirra sem skulda milljarð eða minna, samkvæmt áformum sem rædd hafa verið á fundum stjórnvalda, Samtaka fjármálafyrirtækja, Viðskiptaráðs og bankanna á undanförnum dögum.

Vonir standa til þess að frumvarp, sem byggir á dómi Hæstaréttar frá 16. september sl., muni líta dagsins ljós í næstu viku, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins.

Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hefur efnahags- og viðskiptaráðherra, Árni Páll Árnason, komið þeim skilaboðum til fjármálafyrirtækja að nauðsynlegt sé að flýta endurskipulagningu á fjárhag smærri fyrirtækja sem eru með lífvænlegan rekstur.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .