Breska blaðið Financial Times segir á vef sínum í dag að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður og stofnandi Baugs hafi fullt leyfi til að gera það sem hann vill með „veldi“ sitt  eins og blaðið kemst að orði.

Ástæðuna segir blaðið vera að félögin séu ekki á markaði heldur sé um einkafélög að ræða.

„Það er hins vegar villandi að tala um þær breytingar sem Baugur gerir á félögum sínum nú sem sölu og hvað þá að tala um þau tvö félög sem taka yfir fjölmiðla-, tækni-, og fjárfestingarfélög Baugs sem sjálfstæð ,“ segir blaðið. „Réttar er að tala um endurskipulag á samansafn eigna [Jóns Ásgeirs].“

Blaðið segir Jón Ásgeir eiga áfram meirihluta í nú, þremur aðskildum geirum, smásölu, fjárfestingafélögum og fjölmiðla- og tæknifélögum, í gegnum þrjú ólík félög í stað eins áður og á þar við Baug.

Baugur aðlaðandi fyrir fjárfesta

Þá kemur fram að með þeim breytingum sem nú eru gerðar komi nýir aðilar að fjárfestingafélaginu og sá aðili fari nú með mikinn hluta í skráðum fjárfestingafélögum og er FL Group nefnt þeirra á meðal.

„Að öðru leyti er aðeins um tilflutning á eignum innan félaga [Jóns Ásgeirs]. Starfssemi Baugs er aftur á móti einfölduð og verður fyrir vikið jafnvel aðlaðandi fyrir fjárfesta,“ segir Blaðið.