Atvinnuveganefnd Alþingis hefur boðað fulltrúa undirskriftasöfnunarinnar „ þjóðareign.is “ á fund á föstudagsmorgun.

Eins og VB.is hefur fjallað um hefur fjöldinn allur skrifað undir á þjóðareign.is . Nú hafa ríflega 31 þúsund manns, vel yfir 10% kosningabærra manna, skrifað undir áskorun til forseta Íslands til að samþykkja ekki stjórnarfrumvarpið sem lagt hefur verið fram á Alþingi um úthlutun makrílkvóta, heldur vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hvatning til þátttöku hefur eingöngu farið fram í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlunum. Aðstandendur undirskriftasöfnuninnar eru Agnar K. Þorsteinsson, Bolli Héðinsson, Elín Björg Ragnarsdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Henný Hinz, Jón Sigurðsson, Þorkell Helgason og Jón Steinsson hagfræðingur.