Fyrrverandi yfirmaður hjá frönsku olíufélagi hefur verið skipaður erkibiskup í Kantaraborg og þar með yfirmaður ensku biskupakirkjunnar. Justin Welby, sem fram til þessa hefur verið biskup í Durham, starfaði til ársins 1987 hjá franska olíufyrirtækinu Elf Aquitaine.

Var hann m.a. fjármálastjóri olíuleitarfyrirtækisins Enterprise Oil, sem er dótturfyrirtæki Elf. Það ár hætti hann störfum og hóf hann guðfræðinám og varð prestur.

Hans fyrsta verk eftir að greint var frá skipuninni var að hvetja aðra leiðtoga kirkjunnar til að styðja tillögu þess efnis að konur megi verða prestar í kirkjunni. Æðsta stofnun biskupakirkjunnar, aðalkirkjuþingið, mun greiða atkvæði um slíka tillögu síðar í mánuðinum.