„Nýja stöðin í Borgarnesi sem var að opna verður nýjasta perlan á þessari perlufesti okkar sem teygir sig í kringum landið,“ Eggert Benedikt Guðmundsson, forstjóri N1. Þar á hann við Hyrnuna sem var lokað í fyrra og innréttuð að nýju í samræmi við aðrar þjónustustöðvar N1 við þjóðveginn. Hyrnu-nafnið hefur verið lagt niður og mun stöðin framvegis bera heitið N1.

Eggert er í ítarlegu viðtali um starf sitt, rekstur N1 og fleira tengt fyrirtækinu í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Hann vísar m.a. til þeirrar stefnumótunar sem nú stendur yfir.

„Stöðvarnar eru jafnt áfangastaðir á ferð um land og eins konar hornsteinar ferðamanna­ svæðanna. Dreifikerfið okkar er það langumfangsmesta og okkar ágætu kúnnar og korthafar geta sótt þjón­ ustu um landið allt. Þarna þurfum við að finna jafnvægi á milli áfram­ haldandi uppbyggingar og hagræð­ingar til þess að halda kostnaði í skefjum,“ segir hann en bætir við að fyrirtækið hafi kannski orðið of flókið með of flóknu vöruframboði sem flæki birgðahald og verður til þess að N1 bjóði upp á vörur sem kúnninn þarf ekki á að halda á meðan hann vanti aðrar.

„Þetta er stöð­ugt þróunarverkefni að vera með markvisst vöruúrval. Síðast en ekki síst munum við halda áfram að efla og þjálfa okkar ágæta starfsfólk, sem ég held nú að sé einn lykillinn að tryggð viðskiptavinanna við N1,“ segir hann.

Hyrnan í Borgarnesi eins og hún blasir við vegfarendum í dag. VB MYND / Sigursteinn Sigurðsson.
Hyrnan í Borgarnesi eins og hún blasir við vegfarendum í dag. VB MYND / Sigursteinn Sigurðsson.
Hyrnan í Borgarnesi eins og hún blasti við vegfarendum í vor. VB MYND/Sigursteinn Sigurðsson.