Skipasmíðastöðin Skipavík í Stykkishólmi hélt upp á 20 ára afmæli í desember 1987 og af því tilefni var starfsliði, hluthöfum og bæjarstjórn boðið til veislu.

Þangað mætti að sjálfsögðu bæjarstjórinn Sturla Böðvarsson, sem hér sést lengst til hægri á myndinni með þeim Ellert Kristinssyni, forseta bæjarstjórnar, Benedikt Lárussyni, framkvæmdastjóra Hólmkjörs, og Ólafi Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Skipavíkur.

Sturla verður nú á ný bæjarstjóri í Stykkishólmi eftir kosningarnar um síðustu helgi.

Gamla myndin birtist í Viðskiptablaðinu 5. júní 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .