Gengi hlutabréf Eimskips féll um 2,63% í 230 milljóna króna veltu með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Þetta var mesta lækkun dagsins. Í morgun gerði Samkeppniseftirlitið húsleit á starfstöðvum Eimskips og dótturfélaginu TVG Zimsen. Þá var húsleit gerð hjá Samskipum á sama tíma.

Þá lækkaði gengi bréfa Vodafone um 1,38%, Marel um 0,76%, Icelandair Group fór niður um 0,41% og bréf Haga um 0,31%.

Engin hækkun var á hlutabréfamarkaði.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8% og endaði hún í 1.123 stigum. Heildarvelta á hlutabréfamarkaði nam 777 milljónum króna. Þetta talsvert meira en í gær en þá nam veltan 377 milljónum króna.