*

föstudagur, 14. ágúst 2020
Innlent 16. janúar 2020 17:04

Gengi Icelandair hækkaði mest

Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins í Kauphöllinni, eða um 2,74% í 194 milljóna króna veltu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Heildarvelta viðskipta dagsins í Kauphöll Nasdaq á Íslandi nam 3,5 milljörðum króna og hækkaði gengi OMXI10 vísitölunnar um 0,91% og stendur hún nú í 2.171,37 stigum.

Gengi hlutabréfa Icelandair hækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,74% í 194 milljóna króna veltu. Gengi hlutabréfa Arion banka hækkaði næstmest, eða um 1,23% í 793 milljóna króna veltu. Mesta veltan var með bréf Marel, en veltan nam 892 milljónum og hækkaði gengi bréfa félagsins um 1,11%. 

Gengi bréfa Brims lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 1,02%, þó nam veltan aðeins 39 milljónum króna. Gengi bréfa Haga lækkaði næst mest, eða um 0,6% í enn minni veltu en hún nam 6 milljónum króna. 

Stikkorð: Kauphöll Icelandair Nasdaq