Hluta­bréfa­verð stærstu flug­fé­laga Evrópu hefur lækkað tölu­vert í dag eftir að olíu­verð rauk snögg­lega upp eftir árás Ísrael á Íran í nótt.

Verðið á Brent hrá­olíu, sem er meðal annars notað í elds­neyti, hækkaði um 4% en olíuverðið hefur síðan náð jafn­vægi með deginum.

Gengi IAG, móður­fé­lags British Airwa­ys, opnaði 2,8% lægra í kaup­höllinni í Lundúnum í morgun. Ryan Air opnaði 1,6% lægra, Easy Jet 2,1% lægra, Wizz air 2,1% og Ari France 2,4%.

Á sama tíma hefur hluta­bréfa­verð Icelandair lækkað um 2,3% hér heima og stendur gengið í 1,06 krónum. Engin viðskipti hafa verið með bréf Play það sem af er degi.

Gengi evrópsku flug­fé­laganna hefur hækkað ör­lítið að nýju með við­skiptum dagsins sam­hliða olíu­verðinu.

Kat­hleen Brooks, yfir­maður greiningar­deildar XTB, segir í sam­tali við við­skipta­blað The Guar­dian að al­þjóða­stjórn­málin séu að nýju byrjuð að spila lykil­hlut­verk í markaðs­hreyfingum.