Evrópska fjárfestingarfélagið (e. privat equity) Candover hefur átt í viðræðum við Stork NV um mögulegt yfirtökutilboð í öll hlutabréf í Stork, segir greiningardeild Glitnis.

Ef verður yfirtökutilboði Candover, verður boðið 47 evrur á hlut. "Gengi á bréfum Stork hækkaði um 9% við tíðindin á þriðjudag og er nú 46 evrur á hlut. LME eignarhaldsfélag (í eigu Landsbanka, Eyris og Marel Food Systems) á nú 11% í Stork en stærstu hluthafarnir eru bandarísku fjárfestingarsjóðirnir Paulson og Centaurus með tæplega þriðjung hlutafjár.

Talsmenn LME, Paulson og Certaurus hafa ekki tjáð sig opinberlega um mögulegt yfirtökutilboð Candover. Alls hafa bréf í Stork hækkað um u.þ.b. 20% á öðrum fjórðungi. Gengishagnaður Marel, í gegnum LME, á fjórðungnum er rúmlega fjórar milljónir evra en gengishagnaður Eyris og Landsbanka tvöfalt hærri,? segir greiningardeildin.

Í tilkynningu frá Stork NV kemur fram að Candover vilji halda áfram núverandi starfsemi samstæðunnar með innri og ytri vexti.

?Sú stefna er samhljóma skoðun æðstu stjórnenda Stork sem hafa ekki viljað skipta félaginu upp og selja stakar einingar. Paulson og Centaurus, stærstu hluthafarnir, vilja hins vegar skipta félaginu upp og selja ólíkar einingar. Marel hefur áhuga á að kaupa dótturfélag Stork NV, Stork Food Systems, en félögin hafa um skeið átt í samstarfi.

Ekki er ljóst hvort Candover tekst að taka Stork samstæðuna yfir enda liggur ekki fyrir formlegt yfirtökutilboð og heldur ekki skoðun stærstu hluthafa. Með sameiningu Marel og Stork Food Systems gætu náðst fram samlegðaráhrif að okkar mati. Enn er þó óvissa um lyktir mála,? segir greiningardeildin.