Gistinætur á hótelum í nóvember síðastliðnum voru 77.300 og jukust um tæplega 2% frá nóvember 2007 þegar gistinætur voru 76.000. Þetta kemur fram í frétt Hagstofunnar.

Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurlandi og Austurlandi eða um 30% miðað við nóvember 2007. Gistinóttum á Suðurlandi fjölgaði úr 5.700 í 7.400 og á Austurlandi úr 1.100 í 1.500.

Gistinóttum fjölgaði einnig um tæp 2% á samanlögðu svæði Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða, úr 5.600 í 5.700.

Gistinóttum á höfðuborgarsvæðinu voru svipaðar á milli ára, fækkaði úr 60.100 í nóvember 2007 í 59.700 í nóvember 2008. Á Norðurlandi fækkaði gistinóttum í nóvember um 12% á milli ára eða úr 3.400 í 3.000