Gjaldeyrisinnistæður ríkissjóðs drógust saman á seinasta ári og voru um 2,6 milljarðar í árslok 2007, eða úr 3,5 milljarði króna í árslok 2006 í 865 milljónir króna nú.

Lækkunin stafar m.a. af greiðslum ríkissjóðs af erlendum lánum og kostnaði hans erlendis, til dæmis af utanríkisþjónustu o.fl. Talan getur þó verið sveiflukennd á milli tímabila innan hvers árs, og vert að taka fram að þetta er staðan í árslok. Bundnar gjaldeyrisinnistæður ríkissjóðs minnkuðu um tæplega 3 milljarða, eða úr 93,8 milljörðum í 90,8 milljarða króna, lækkun sem  stafar af gengisbreytingum.

Viðskiptareikningur ríkisjóðs hjá Seðlabank hækkaði úr 80,1 milljarði í árslok 2006 í 94 milljarða í árslok 2007, hækkun sem endurspeglar þensluna í þjóðfélaginu og auknar tekjur ríkissjóðs af t.d. álagningu á bensínsölu og tollum af bifreiðainnflutningi o.s.frv.