Evrópusambandið hefur fundið fjóra stærstu framleiðendum glers í heiminum seka um ólöglegt verðsamráð sem olli hækkun á gleri 2004 og 2005. Fyrirtækin sem hafa ríflega 80% markaðshlutdeild í Evrópu hafa verið sektuð um 487 milljónir evra.

Fyrirtækin sem um ræði eru Guardian í Bandaríkjunum, Pilkington í Bretlandi sem er útibú japanska fyrirtækisins Nippon Sheet Glass, Saint-Gobain í Frakklandi og Glaverbel í Belgíu.