Í vetur hefur verið samstarf milli Háskólans á Bifröst, Viðskiptablaðsins og Glitnis, sem styrkir verkefnið en það felur í sér að allir útskriftarnemar háskólans fá blaðið sent heim til sín. Auk þess hefur sambærilegt samstarf verið á milli Glitnis, Viðskiptablaðsins og Háskólans í Reykjavík en útskriftarnemar HR hafa einnig fengið blaðið heim til sín þetta skólaár.

"Kostirnir fyrir viðskiptanema á Bifröst við að fá blaðið sent heim er að nú er hægt að fylgjast með veigamestu atburðunum sem eiga sér stað í íslensku viðskiptalífi. Fyrir nemendur sem hafa ekki mikið fé á milli handanna er gott að eiga aðila að eins og Glitni sem vilja styrkja nemendur til þess að halda þeim upplýstum um það sem er að gerast í íslensku viðskiptalífi," segir Heiðar Lár Halldórsson, dúx við viðskiptadeild skólans og bætir við:

"Nemendur er afskaplega þakklátir bæði Viðskiptablaðinu og Glitni banka fyrir að sjá til þess að blaðið berist heim í lúgu, til hvers og eins."