Merrill Lynch & Co. kom sérfræðingum á óvart með því að tilkynna að hagnaður á öðrum ársfjórðungi hefði aukist um 6,1%. Fyrirtækið er annað stærsta verðbréfafyrirtæki heims ef miðað er við markaðsverðmæti. Aukinn hagnaður er rakinn til góðs gengishagnaðar og ráðgjafalauna.

Nettóhagnaður nam alls 1,14 milljörðum dollara eða 1,14 dollurum á hlut borið saman við 1,05 dollara á hlut fyrir ári. Sérfræðingar höfðu spáð því að hagnaður yrði 1,08 dollarar. Heildartekjur Merrill Lynch námu alls 6,32 milljörðum dollara.