*

þriðjudagur, 16. júlí 2019
Innlent 7. maí 2019 13:55

Gray Line og Hópbílar skoða samstarf

Viðræður eru sagðar standa yfir um sameiningu rútufyrirtækjanna Reykjavík Sightseeing og Gray Line.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Viðræður standa nú yfir um samstarf rútufyrirtækjanna Gray Line og Hópbíla, samkvæmt frétt Túrista. Að sögn er stefnt að því að klára viðræður á næstunni, áður en háannatími ferðaþjónustunnar gengur í garð.

Nánar tiltekið er til skoðunar sameining Reykjavík Sightseeing, rútufyrirtækis í eigu Hópbíla, og Gray Line, sem í dag eru í beinni samkeppni hvort við annað.

Fram kemur að gangi sameiningin í gegn verða Kynnisferðir þó eftir sem áður stærsta rútufyrirtæki landsins. Fyrirtækin þrjú eiga meðal annars í harðri samkeppni um fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli.

Reykjavík Sightseeing og Kynnisferðir greiða Isavia í dag rúmar 300 milljónir króna á ári að lágmarki fyrir bílastæði við flugstöðina, eftir útboð sumarið 2017. Gray Line notar bílastæði eilítið fjær, en óvíst er um gjaldtöku fyrir þau, þar sem mál vegna hennar sem rútufyrirtækið höfðaði er nú rekið fyrir dómstólum.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is