Greiningardeildir viðskiptabankanna þriggja spá því allar að Seðlabankinn hefji stýrivaxtalækkunarferli sitt í haust. Greining Landsbankans og Glitnis spá því að vextirnir lækki í nóvember. Í spá Seðlabankans er hins vegar gert ráð fyrir vaxtalækkun á 1. fjórðungi næsta árs.

Greiningardeildirnar telja að Seðlabankinn muni sjá svigrúm til vaxtalækkunar fyrr en gert er ráð fyrir í þjóðhagsspá hans. Er það vegna þess að hægt hefur á innlendri eftirspurn hraðar en gert er ráð fyrir í síðustu þjóðhagsspá Seðlabankans. Auk þess muni lækkun fasteignaverðs slá á verðbólguna þegar fram líða stundir.

Greiningardeildirnar spá 9-10% stýrivöxtum í lok árs 2009.