Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur samþykkt að veita Grikklandi frekari fjárhagsaðstoð, að upphæð 1,7 milljarði evra. Það jafngildir um 270 milljörðum króna. Grikkland hefur því fengið samanlagt 5,8 milljarða evra, eða 694 milljarða króna, í aðstoð frá sjóðnum.

Lánveitingin var samþykkt þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðuriinn lauk við fjórðu endurskoðun á efnahagsáætlun Grikklands. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri AGS, segir að grísk stjórnvöld muni þurfa að grípa til aðgerða til að tryggja það að landið komist út úr þeim vandræðum sem það er í.

Á vef norska viðskiptavefjarins e24.no segir að Grikkland þurfi samt sem áður en á því sem nemur 700 milljörðum króna að halda til þess að rétta við fjárhagsstöðu sína fyrir árslok 2014.